Viðskipti erlent

Lofar upprisu BlackBerry

Thorstein Heins, framkvæmdastjóri Research in Motion, steig á svið í Kaliforníu á dögunum og kynnti nýjasta Blackberry stýrikerfið. RIM hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum undanfarið en talið er að fyrirtækið hafi tapað um 80 milljörðum dollara á síðustu misserum. Upphæðin nemur 9.988 milljörðum íslenskra króna.

Heins sagði að nýjasta stýrikerfið, BlackBerry 10, myndi höfða jafnt til núverandi viðskiptavina RIM sem og þeirra sem flúið hafa til Samsung og Apple. Um átta milljón manns nýta sér þjónustu BlackBerry í dag.

BlackBerry 10 er stefnt til höfuð iOS stýrikerfi Apple. Það mun bjóða upp á endurbætta tengimöguleika og öryggisþjónustu. Stýrikerfið er væntanlegt seinna á þessu ári.

Hægt er sjá stutta kynningu á BlackBerry 10 hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×