Viðskipti erlent

Spænskir bankar þurfa 9.500 milljarða króna

Vandi spænskra banka hefur valdið miklum titringi á mörkuðum á undanförnu. Spænska hagkerfið er eitt það stærsta í Evrópu, en stórþjóð á evrópskan mælikvarða, með ríflega 47 milljónir íbúa.
Vandi spænskra banka hefur valdið miklum titringi á mörkuðum á undanförnu. Spænska hagkerfið er eitt það stærsta í Evrópu, en stórþjóð á evrópskan mælikvarða, með ríflega 47 milljónir íbúa.
Spænskir bankar þurfa 59,3 milljarða evra, eða sem nemur ríflega 9.500 milljörðum króna, til þess að lifa af erfiðleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, þar ekki síst á Spáni. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag, og er vitnað til sjálfstæðrar úttektar sérfræðinga.

Bankakerfið á Spáni hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum, samhliða miklum efnahagssamdrætti og erfiðleikum í efnahagslífi Spánar. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofu Evrópu er atvinnuleysi á Spáni nú tæplega 25 prósent, sem er það mesta í Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×