Viðskipti erlent

Álverðið komið yfir 2.000 dollara á tonnið

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Verðið er nú komið aftur yfir 2.000 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga og stendur í 2.038 dollurum.

Hefur verðið ekki verið hærra síðan í lok maí. Verðið fór lægst á árinu í ágúst s.l. þegar það var rúmlega 1.830 dollarar. Hefur það því hækkað um ríflega 10% frá þeim tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×