Viðskipti erlent

Stjórnlagadómstóllinn samþykkir aðild Þjóðverja að ESM

Þýski stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe hefur úrskurðað að Þjóðverjum sé heimilt að eiga aðild að stöðugleikasjóði evrusvæðisins (ESM). Úrskurðurinn var tilkynntur uppúr klukkan átta.

Í frétt um málið í Politiken segir að þar með hafi dómstóllinn komið í veg fyrir pólitískt stórslys innan Evrópusambandsins. Með þessum úrskurði geti Angela Merkel kanslari Þýskalands haldið áfram vinnu sinni við að byggja upp traust í garð efnahagsmála innan Evrópusambandsins.

Forseti Þýskalands mun í framhaldinu staðfesta lögin um ESM sem samþykkt voru með auknum meirihluta á þýska þinginu. Forsetinn neitaði að staðfesta lögin þar til úrskurður stjórnlagadómstólsins lægi fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×