Viðskipti erlent

Þjóðverjar vilja Grikki úr evrusamstarfinu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Aðeins fjórðungur Þjóðverja telur að Grikkir eiga að vera áfram í evrusamstarfinu og þiggja frekari fjárhagsaðstoð frá hinum evruríkjunum, samkvæmt nýrri skoðanankönnun sem Financial Times gerði í Þýskalandi.

Niðurstaðan er mun neikvæðari en svipuð könnun sem gerð var á Spáni og Ítalíu, en þessar þjóðir eru mun tregari til að skilja Grikki eftir úti í kuldanum.

Niðurstaðan þykir endurspegla þann mikla pólitíska vanda sem Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur frammi fyrir heimafyrir en hún er undir þrýstingi frá öðrum Evrópuríkjum um að samþykkja frekari fjárhagsaðstoð til handa Grikkjum.

Greiðslu á síðari hluta björgunarpakka til Grikkja, alls 174 milljörðum evra, hefur verið frestað þangað til gerð hefur verið sérstök úttekt á fjármálum gríska ríkisins síðar í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×