Viðskipti erlent

Snjallsími sem hægt er að hlaða þráðlaust

Lumia 920.
Lumia 920. mynd/The Verge
Raftækjaframleiðandinn Nokia mun opinbera nýjustu vörulínu sína í New York á morgun. Talið er að fyrirtækið muni svipta hulunni af nýjum snjallsíma sem hægt er að hlaða þráðlaust.

Nýji snjallsíminn er kallaður Lumia 920. Bandaríska tæknifréttasíðan The Verge greinir frá því að síminn muni styðja þráðlausa hleðslu, fyrstur sinnar tegundar. Líkt og fyrri snjallsímar í Lumia-vörulínunni verður nýji síminn knúinn af Windows Phone stýrikerfinu.

Lumia 920 mun einnig styðja þráðlausa hleðslu. Þá verður hann minni en forveri sinn, Lumia 820. Örgjörvi símans verður 1.5GHz, minnið verður 1 gígabæti en geymslupláss hans verður að öllum líkindum 32 gígabæt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×