Viðskipti erlent

Stefnir í mesta hagnað bandarískra bænda í sögunni

Allt útlit er fyrir að hreinn hagnaður hjá bandariskum bændum í ár verði sá mesti í sögunni. Og það þrátt fyrir uppskerubrest í nokkrum ríkjum landsins vegna mikilla þurrka í vor og sumar.

Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að reiknað sé með að hagnaðurinn nemi rúmlega 122 milljörðum dollara.

Það sem skýrir þennan hagnað eru miklar verðhækkanir á korni og hveiti í ár og að þeir bændur sem verst urðu úti í þurrkunum fá styrk á móti frá alríkisstjórninni.

Í þeim ríkjum sem sluppu við þurrkana, eins og Norður Dakóta, eykst hagnaður bænda um tæp 40% milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×