Viðskipti erlent

Eiffel turninn er verðmætasta mannvirki Evrópu

BBI skrifar
Eiffel turninn er eitt helsta tákn Parísar.
Eiffel turninn er eitt helsta tákn Parísar.
Mannvirki sem trekkja að ferðamenn geta verið fjárhagslega mikils virði sem slík. Ítalskir talnaspekúlantar tóku sig til á dögunum og reiknuðu út fjárhagslegt virði nokkurra helstu mannvirkja heims. Þar trónir Eiffel turninn á toppnum, en turninn er 67 billjóna króna virði miðað við frétt Túrista.is.

Eiffel turninn er raunar langverðmætastur miðað við umrædda könnun, því næst verðmætasta byggingin er Colosseum hringleikahúsið í Róm sem metið er á 13 billjónir króna. Dómkirkjan í Barcelóna er álíka verðmæt.

Hér er listi yfir sjö verðmætustu mannvirki Evrópu:

1. Eiffel turninn í París

2. Colosseum í Róm

3. Sagrada familia í Barcelona

4. Duomo kirkjan í Mílanó

5. Lundúnaturn (Tower of London)

6. Prado safnið í Madríd

7. Stonehenge í Bretlandi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×