Viðskipti erlent

Matvælaverð hækkaði um 10% á heimsvísu í júlí

Verð á matvælum hækkaði að meðaltali um 10% á heimsvísu í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðabankanum.

Í skýrslunni kemur fram að hin gífurlega hækkun á matvælum stafi einkum af þurrkum í mörgum korn- og hveitiræktarhéruðum í Bandaríkjunum og í Austur Evrópu sem valdið hafa uppskerubresti í vor og sumar. Þannig hækkaði verð á korni og hveiti um 25% í júlí og verð á sojabaunum um 17%. Hinsvegar lækkaði verð á hrísgrjónum um 4%.

Jim Young einn af talsmönnum Alþjóðabankans segir að þessar verðhækkanir á matvælum ógni tilveru og velferð milljóna manna víða um heiminn en þó einum í Afríku og Miðausturlöndum.

Bankinn hvetur stjórnvöld til að bregðast við þessu ástandi með því að þróa áætlanir sem miða að því að verja fátækt fólk fyrir áhrifum af hækkandi matvælaverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×