Viðskipti erlent

Samsung þarf að borga Apple 120 milljarða

Raftækjarisinn Samsung var í gærkvöldi dæmdur af bandarískum dómsstól til þess að borga tölvurisanum Apple einn milljarð bandaríkjadala, eða sem nemur 120 milljörðum íslenskra króna í skaðabætur fyrir að brot á hugverkarétti.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að í nokkrum Samsung tækjum hefði verið notast við tækni sem Apple á einkarétt á. Samsung hafði lag fram gagnsök í málinu en dómstóllinn vísaði þeim ásökunum á bug. Í kjölfar dómsins ætlar Apple nú að fara fram á lögbann á nokkur tækja Samsung í Bandaríkjunum. Samsung menn ætla hinsvegar að áfrýja, að því er fram kemur á BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×