Viðskipti erlent

Hlutabréf í Samsung falla í verði

Magnús Halldórsson skrifar
Hlutabréf í suður-kóreska fyrirtækinu Samsung, sem sektað var um einn milljarð dala, liðlega 120 milljarða króna, fyrir að nýta sér höfundarréttarvarinn hugbúnað Apple í Galaxy-símum fyrirtækisins, féllu um sjö prósent í fyrstu viðskiptum þegar markaðir opnuðu í Asíu í morgun.

Forsvarsmenn Samsung hafa sagt að niðurstöðu dómstólsins í Bandaríkjunum frá því á föstudag, verði áfrýjað. Apple freistar þess nú að fá nokkrar tegundir síma frá Samsung bannaðar en líklegt er talið, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC, að niðurstaða fáist ekki er það varðar fyrr en eftir eftir nokkrar vikur eða mánuði.

Sjá má frétt BBC, frá því í morgun, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×