Viðskipti erlent

Verkfall boðað sem lamar starfsemi Lufthansa

Vísir/Getty
Allar líkur eru á að starfsemi þýska flugfélagsins Lufthansa, sem er það stærsta í Evrópu, muni lamast á næstunni þar sem verkfall um 19.000 flugliða er framundan hjá félaginu.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að samningaviðræður milli Lufthansa og verkalýðsfélags flugliðanna hafi siglt í strand í gærkvöldi. Mikið ber í milli og reiknað er með að verkalýðsfélagið tilkynni um verkfallsboðunina í dag.

Áður hafði kosning meðal flugliðanna sýnt að mikill meirihluti þeirra er tilbúinn í verkfall. Þetta yrði fyrsta verkfall flugliða í sögu Lufthansa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×