Viðskipti erlent

Buffett ávaxtaði hlutabréf sín um 11,4 milljarða á föstudaginn

Magnús Halldórsson skrifar
Eignir bandaríska fjárfestisins Warren Buffets eru nú metnar á 44 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 5.300 milljörðum króna. Samkvæmt vefsíðu Forbes tímaritsins ávaxtaði hann hlutabréfasafn sitt um 95,4 milljónir dala á föstudaginn síðastliðinn, eða sem nemur 11,4 milljörðum króna.

Sjá má lista yfir ávöxtun ríkusta manna heims hér. En á honum trónir Mexíkóinn Carlos Slim á toppnum en eignir hans eru metnar á 69 milljarða dala, eða tæplega 8.300 milljarða króna.

Sjá má lista yfir ríkustu menn heims, samkvæmt Forbes, hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×