Viðskipti erlent

Engar ákærur á hendur forsvarsmönnum Goldman Sachs

Magnús Halldórsson skrifar
Engar ákærur munu koma fram á hendur forsvarsmönnum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, en tilkynnt var um þá ákvörðun fyrir helgi. Rannsókn á starfsemi bankans, sem snéri að skuldabréfavafningum og húsnæðislánum, stóð yfir í meira en þrjú ár áður en ákvörðun var tekin um að halda ekki áfram með málið, en að því er segir í tilkynningu byggir ákvörðun yfirvalda á því að ekki hafi verið talið að starfsemi hafi brotið gegn lögum, jafnvel þótt viðskiptin hafi verið vafasömum í einhverjum tilvikum, og komið sér illa fyrir viðskiptavini og lántakendur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×