Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Þýskalandi nam 0,3%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Angela Merkel er kanslari Þýskalands.
Angela Merkel er kanslari Þýskalands. mynd/ afp.
Hagvöxtur í Þýskalandi nam 0,3 prósentum á öðrum ársfjórðungi og skýrist hann einkum af einkaneyslu. Enginn hagvöxtur varð hins vegar í Frakklandi, en þar í landi höfðu menn búist við samdrætti. Á fréttavef BBC kemur fram að þetta er þriðji ársfjórðunguirinn í röð þar sem enginn hagvöxtur er í Frakklandi. Búist er við því að Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti hagvaxtartölur fyrir öll ríki Evrópusambandsins síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×