Viðskipti erlent

Gengi bréfa Facebook fellur enn

Magnús Halldórsson skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi, framkvæmdastjóri og einn stærsti eigandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi, framkvæmdastjóri og einn stærsti eigandi Facebook.
Gengi bréfa í Facebook féll í gær um tæplega 6,3 prósent og fór gengið við það niður fyrir 20 dali á hlut, en þegar bréf samfélagsmiðilsrisans voru tekin til viðskipta, í maí síðastliðnum, var gengið 38 og það hefur því lækkað nær látlaust.

Ástæðan fyrir lækkuninni nú er að hluti fjárfestanna sem tóku þátt í útboðinu í maí gat selt bréf sín í gær fyrst og því myndaðist nokkur söluþrýstingur á markaði.

Lesa má frétt breska ríkisútvarpsins um gengi Facebook hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×