Viðskipti erlent

Færeyingar ætla sér stóra hluti þegar norðurleiðin opnast

Færeyingar ætla sér stóra hluti þegar siglingarleiðin yfir Norðurpólinn opnast ef marka má orð Kaj Leo Johannesen lögmanns Færeyja.

Í ræðu sem lögmaðurinn hélt á Ólafsvöku í gærdag sagði hann að Færeyingar yrðu að fara að undirbúa sig undir auknar siglingar um Norður Atlantshafið og kanna hvernig þeir gætu hagnast sem mest af þeim.

Lögmaðurinn segir að stjórnvöld í Færeyjum séu þegar farin að vinna að þessu máli og það fyrsta verður greining á ýmsum þáttum varðandi hinar auknu siglingar eins og umfang þeirra og náttúruverndarsjónarmið. Sú greining á að liggja fyrir næsta vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×