Viðskipti erlent

Mikil umsvif á kornmarkaði

BBI skrifar
Ótti kaupmanna við skort á korni í haust hefur leitt til verðhækkana á kornmarkaði. Aðilar hafa keypt upp stóra lagera af korni á kornmarkaðinum í Chicago. Frá þessu er sagt á vef Landssambands kúabænda.

Kornuppskera í ár hefur verið með lakara móti. Miklir þurrkar í Bandaríkjunum og uppskerubrestur í Suður-Ameríku valda kaupmönnum áhyggjum. Nú hafa kornkaupmenn áhyggjur af skorti og reyna því að tryggja sig fyrir haustið. Í júlí var slegið met í svokölluðum framvirkum sölusamningum á sojabaunum og sojadufti. Það hefur í för með sér að hið háa verðlag þess dagana hefur verið bundið langt fram í tímann.

Alls nam aukningin í sölusamningum á korni heilum 46% í júlí á hinum fræga Chicago markaði og margir spá háu verði langt fram á næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×