Viðskipti erlent

HSBC aðstoðaði efnaða Breta við tugmilljarða skattsvik

Rannsókn á vegum ríkisskattstjóra Bretlands hefur leitt í ljós skattsvik efnaðara Breta upp á um 200 milljónir punda eða um 40 milljarða króna en þessir Bretar áttu bankareikninga hjá einkabankaþjónustu HSBC bankans í Sviss.

Forstöðumaður þessarar einkabankaþjónustu var Lord Green núverandi viðskiptamálaráðherra Breta á því tímabili sem skattsvikin áttu sér stað á árunum 2000 til 2010.

Lord Green var einnig aðalbankastjóri HSBC þegar bankinn stóð fyrir umfangsmiklu peningaþvætti fyrir mexíkönsk fíkniefnagengi og aðra glæpamenn. Lord Green hefur þegar beðist afsökunar á peningaþvættinu.

Á breska þinginu er komin fram krafa um að Lord Green geri hreint fyrir sínum dyrum hvað störf hans fyrir HSBC varðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×