Viðskipti erlent

Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum undir 6%

Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru niður fyrir 6% í útboði í morgun eða í 5,96%. Þetta er nokkru lægra en í sambærilegu útboði í síðasta mánuði þegar vextirnir voru 6,19%.

Alls voru seld skuldabréf fyrir tæpa 5,5 milljarða evra í ítalska útboðinu í morgun. Þar af voru tæplega 2,5 milljarðar evra í bréfum til 10 ára.

Vextir á bréfum til þriggja ára námu tæpum 4,5% og á fimm ára bréfum voru þeir tæp 5,3%. Í báðum tilvikum var um lægri vexti að ræða en í útboðinu í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×