Viðskipti erlent

Moody´s setur neikvæðar horfur á 17 þýska banka

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn 17 þýskra banka á neikvæðar horfur.

Þetta kemur í framhaldi af því að lánshæfiseinkunn Þýskalands var sett á neikvæðar horfum en flestir þessara banka eru að öllu leyti eða hluta til í eigu hins opinbera í Þýskalandi. Flestir þessara banka hafa átt í erfiðleikum frá því að fjármálakreppan hófst árið 2008.

Rökin fyrir því að setja lánshæfiseinkunn þessara banka á neikvæðar horfur eru þau sömu og fyrir landið í heild, það er að skuldir Þýskalands geti vaxið verulega í náinni framtíð vegna vandamálanna á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×