Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst á Spáni

mynd/AFP
Atvinnuleysi á Spáni heldur áfram að aukast. Samkvæmt nýjustu tölum eru 5.7 milljón Spánverjar nú atvinnulausir. Þetta þýðir að einn af hverjum fjórum Spánverjum á vinnufærum aldri leitar nú atvinnu.

Þannig hefur atvinnuleysi aukist lítillega milli ársfjórðunga og stendur nú í 24.6 prósentum. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs mældist atvinnuleysi 24.4 prósent.

Þá tilkynnti CaixaBank, þriðji stærsti banki landsins, að hagnaður fyrirtækisins hafi minnkað um 80 prósent og stendur nú í 166 milljónum evra eða það sem nemur 25 milljörðum íslenskra króna.

CaixaBank hefur þurft að standa í miklum niðurskurði síðustu mánuði en það er gert í samræmi við niðurskurðarákvæði yfirvalda í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×