Viðskipti erlent

Bretland heldur toppeinkunn sinni

BBI skrifar
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur tilkynnt að Bretland muni halda toppeinkun sinni AAA að sinni. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að breskur efnahagur muni ná sér aftur á strik eftir óhagstæðan fyrrihluta ársins 2012.

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði að þetta væri staðfesting á því að heimurinn treysti því að Bretland væri að vinna úr skuldamálum sínum.

Standard and Poor's sögðu í tilkynningu að sveigjanleiki væri helsti styrkur Bretlands. Þessi kostur fælist í að landið væri með sjálfstæðan gjaldmiðil, pundið.

BBC segir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×