Viðskipti erlent

Spænskir bankar fá 30 milljarða evra fyrir mánaðarmótin

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins samþykktu í gærkvöldi að veita 30 milljörðum evra í neyðaraðstoð til spænskra banka fyrir næstu mánaðarmót.

Þar að auki var ákveðið að lengja frestinn sem spænsk stjórnvöld hafa til að koma fjárlagahalla sínum niður í 3% af fjárlögum um eitt ár eða til ársins 2014.

Þessar niðurstöður verða lagðar fyrir fund allra fjármálaráðherra Evrópusambandsins sem haldinn verður seinna í dag.

Jean Claude Junkers formaður evruhópsins segir að samhliða þessum ákvörðunum verði eftirlit með spænkum bönkum hert sem og öllum fjármálamarkaðinum á Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×