Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð á mörkuðum í morgun eftir að ljóst varð að norsk stjórnvöld hefðu komið í veg fyrir að olíuframleiðsla landsins stöðvaðist seint í gærkvöldi.

Bæði Brent olían og bandaríska léttolían lækkuðu um rúmt prósent og kostar tunnan af Brent olíunni nú rúma 98 dollara.

Á vefsíðunni forexpros segir að reikna megi með að olíuverðið gefi ennfrekar eftir á næstunni vegna óvissunnar á evrusvæðinu og þess að nokkuð hefur dregið úr vexti kínverska hagkerfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×