Viðskipti erlent

Danir borða hollari mat í kreppunni

Kreppan hefur gert það að verkum að Danir borða nú mun hollari mat en þeir gerðu áður en kreppan skall á árið 2008.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu Danske Bank um matarvenjur Dana. Þar segir að í heildina borði Danir nú um 6% minna af matvælum en þeir gerðu fyrir árið 2008. Samhliða því hefur neysla á hollari mat, eins og grænmeti og ávöxtum. aukist verulega á kostnað hins óhollari, eins og sælgætis og gosdrykkja, en sá matur er yfirleitt mun dýrari en sá holli í Danmörku.

Þá hefur neysla á lífrænt ræktuðum matvælum minnkað verulega enda eru þau yfirleitt í dýrari kantinum. Þannig voru lífrænt ræktuð matvæli um 20% til 30% af matarkörfu Dana fyrir árið 2008 en voru dottin niður í 5% í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×