Viðskipti erlent

Olíuverðið fer aftur hækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi aftur og hefur ekki verið hærra síðustu sjö vikur. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 104 dollara og tunnan af bandarísku létttolíunni er komin í tæpa 90 dollara.

Í frétt á börsen segir að það séu einkum tölur um að meira hafi gengið á hráolíubirgðir Bandaríkjanna í síðustu viku en menn áttu von á sem skýrir þessar hækkanir. Þá spilar einnig inn í að taldar eru vaxandi líkur á hernaðarátökum milli Bandaríkjamenn og Írana á Persaflóanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×