Viðskipti erlent

Of mikið af mjólk í heiminum

BBI skrifar
Mynd/GVA
Framboð á mjólk á heimsmarkaði er núna langt umfram eftirspurn. Það hefur leitt til verðlækkunar á mjólkurvörum, svo sem ostum, smjöri og mjólkurdufti.

Flestar afurðastöðvar í heiminum skoða nú stöðu sína vegna framleiðsluaukningar á mjólk síðustu vikur. Offramboðið má m.a. rekja til 15% aukinnar framleiðslu í Nýja-Sjálandi á fyrsta ársfjórðungi og mikillar aukningar í Bandaríkjunum og löndum Evrópusambandsins. Fræðingar í mjólkuriðnaði sjá ekki fram á verðhækkanir á ný fyrr en mögulega í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×