Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka sökum vaxandi spennu að nýju í samskiptum Vesturveldanna og Írans.

Það voru einkum fréttir um að Íranir hefðu prófað meðaldrægar eldflaugar sem náð geta til Ísrael sem olli taugatitringi meðal fjárfesta.

Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 100 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 87 dollara. Brent olían hefur ekki verið hærri í verði síðan í fyrrihluta júní.

Um tíma í gærkvöldi hafði olíuverðið hækkað um 4,5% en það gaf síðan aðeins eftir í viðskiptum á Asíumörkuðum í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×