Viðskipti erlent

Fleiri bankahneyksli vegna vaxtasvindls í farvatninu

Fleiri bankar en Barclays munu liggja undir grun um vaxtasvindl. Í blaðinu The Guardian segir að hátt í 20 bankar blandist inn í rannsókn málsins sem unnin er af bæði breska og bandaríska fjármálaeftirlitinu.

Þá er þýska fjármálaeftirlitið að rannsaka hvort Deutsche Bank hafi stundað svipað svindl og Barclays með Libor vexti og Euribor vexti sem eru evrópsk hliðstæða við Libor.

Fram kemur í Guardian að fleiri stórar sektir séu í farvatninu vegna vaxtasvindls, jafnvel stærri sektir en þeir 57 milljarðar kr. sem Barclays var gert að greiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×