Viðskipti erlent

Vextir á spænskum skuldabréfum aftur yfir 7% markið

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru aftur yfir 7% markið í morgun. Vextir á samsvarandi ítölskum bréfum hækkuðu einnig og standa í 6,1% þessa stundina.

Talið er að þegar vaxtakostnaður ríkis fer yfir 7% séu skuldir þess orðnar ósjálfbærar til lengri tíma.

Þessar hækkanir í morgun koma rétt á undan fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins sem haldinn verður í Brussel í dag. Á þeim fundi á að útfæra áætlun um hvernig staðið verður að 100 milljarðar evra neyðaraðstoð Evrópusambandsins til handa spænskum bönkum. Sú aðstoð var samþykkt á leiðtogafundi ESB skömmu fyrir síðustu mánaðarmót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×