Viðskipti erlent

Vanskil lána hjá almenningi í Danmörku aukast hratt

Vanskil lána hjá dönskum almenningi hafa vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Bara frá áramótum hafa vanskilin aukist um milljarð danskra króna eða yfir 21 milljarð kr.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að vanskilin í heild nemi yfir 14 milljörðum danskra króna en tæplega 230.000 Danir eru nú á vanskilaskrá.

Það er einkum mikið verðfall á fasteignum frá hruninu 2008 sem veldur þessum vanskilum meðal almennings í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×