Viðskipti erlent

Langtímatvinnuleysi stóreykst innan ESB

Langtímatvinnuleysi hefur stóraukist í ríkjum Evrópusambandsins undanfarin ár og nær nú yfir fjóra af hverjum tíu á atvinnuleysisskrá.

Þetta þýðir að yfir 10 milljónir manna í þessum ríkjum hafa verið atvinnulausir í eitt ár eða lengur.

Fjallað er um málið í danska blaðinu Information sem byggir umfjöllun sína á útreikningum frá dönsku verkalýðsfélögunum. Lars Andersen forstjóri efnahagsráðs verkalýðsfélaganna segir að þessar tölur um langtímaatvinnuleysi sýni að kreppunni sem hófst árið 2008 sé hvergi nærri lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×