Viðskipti erlent

Verk eftir danskan málara selt á tæplega 350 milljónir

Málverk eftir danska málarann Vilhelm Hammershöj var slegið á uppboði í London í gærdag fyrir tæplega 350 milljónir króna og er verkið þar með dýrasta málverkið sem selt hefur verið á uppboði í sögu Danmerkur.

Verkið er frá árinu 1899 og ber heitið Ida skrifar bréf. Það er af eiginkonu Hammershöj í íbúð þeirra á Strandgade í Kaupmannahöfn.

Verðið var þrefalt hærra en hæsta verðið sem áður hafði fengist fyrir eitt af verkum Hammershöj. Það var einkasafnari sem keypti verkið á uppboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×