Viðskipti erlent

Ferrari GTO frá 1962 er dýrasti bíll sögunnar

Eplagrænn Ferrari 250 GTO frá árinu 1962 er orðinn dýrasti bíll sögunnar. Hann var seldur á uppboði um helgina fyrir rúmlega 4,5 milljarða króna.

Aðeins voru framleidd 39 eintök af þessari tegund en þessi bíll var sérsmíðaður fyrir breska ökuþórinn Sir Stirling Moss sem var besti ökumaður heimsins í Formúlu 1 kappakstrinum á árinum frá 1950 og fram yfir 1960.

Bílinn ætlaði Moss að nota í Le Mans kappakstrinum 1962 en varð að hætta ferli sínum eftir alvarlegt slys skömmu fyrir þann kappakstur.

Bandríski auðmaðurinn Craig McCaw keypti bílinn af Hollendingum Eric Heerema sem hafði átt hann í áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×