ESB: Tap á bönkum lendi ekki á skattborgurum 6. júní 2012 06:54 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag kynna nýjar tillögur sem miða að því að koma í veg fyrir að peningar skattborgara séu notaðir til þess að bjarga bönkum sem eru að falli komnir. Tillögurnar ganga út á að tapið af bönkum sem eru að hruni komnir lendi á hluthöfum bankanna og lánadrottnum þeirra. Komast á hjá því með öllum ráðum að nota opinbert fé til þess að bjarga bönkum eða halda þeim á floti þegar ljóst er að þeir eigi sér vart viðreisnar von. Framkvæmdastjórnin vill koma í veg fyrir að áhlaup á banka í einstökum löndum eins og Grikklandi og Spáni valdi því að allt bankakerfi viðkomandi landa hrynji. Einnig að á að koma í veg fyrir að keðjuverkun skapist þannig að bankakerfi annarra landa lendi ekki í svipuðum vanda. Fjallað er um málið á BBC en þar segir að lykilatriði í tillögunum sé að nauðsynleg bankastarfsemi, eins og hraðbankar, haldi áfram þótt bankar fari á hausinn. BBC bendir á að fjármálakreppan hafi leitt til þess að fjöldi banka hafi orðið gjaldþrota. Þeir starfa þó áfram í skjóli þess að peningum skattborgara í viðkomandi löndum hefur dælt í þá í miklu magni. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag kynna nýjar tillögur sem miða að því að koma í veg fyrir að peningar skattborgara séu notaðir til þess að bjarga bönkum sem eru að falli komnir. Tillögurnar ganga út á að tapið af bönkum sem eru að hruni komnir lendi á hluthöfum bankanna og lánadrottnum þeirra. Komast á hjá því með öllum ráðum að nota opinbert fé til þess að bjarga bönkum eða halda þeim á floti þegar ljóst er að þeir eigi sér vart viðreisnar von. Framkvæmdastjórnin vill koma í veg fyrir að áhlaup á banka í einstökum löndum eins og Grikklandi og Spáni valdi því að allt bankakerfi viðkomandi landa hrynji. Einnig að á að koma í veg fyrir að keðjuverkun skapist þannig að bankakerfi annarra landa lendi ekki í svipuðum vanda. Fjallað er um málið á BBC en þar segir að lykilatriði í tillögunum sé að nauðsynleg bankastarfsemi, eins og hraðbankar, haldi áfram þótt bankar fari á hausinn. BBC bendir á að fjármálakreppan hafi leitt til þess að fjöldi banka hafi orðið gjaldþrota. Þeir starfa þó áfram í skjóli þess að peningum skattborgara í viðkomandi löndum hefur dælt í þá í miklu magni.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira