Viðskipti erlent

Kínverjar leyfa Google að kaupa Motorola

Kínversk yfirvöld hafa loks gefið sitt lokasvar um að netrisanum Google sé heimilt að ljúka kaupum á farsímaframleiðandanum Motorola. Verðmiðinn er 12,5 milljarðar dala, eða sem nemur 1.587,6 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Kaupin voru endanlega heimiluð eftir að forsvarsmenn Google féllust á skilyrði kínverskra yfirvalda um að Android stýrikerfið standi öllum opið án kostnaðar næstu fimm árin, af því er New York Times greindi frá í dag.

Kínversk yfirvöld þurfa ávallt að gefa lokasvar um viðskipti sem tengjast fyrirtækjum sem eru stórir aðilar á kínverska markaðnum, en Motorola símar eru algengir meðal Kínverja. Android stýrikerfið er í meira en 250 milljónum síma sem eru í notkun á heimsvísu, að því er greint er frá í New York Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×