Viðskipti erlent

Uppsagnir hjá JP Morgan í dag

Búist er við því að tilkynnt verði um afsagnir háttsettra stjóra hjá stórbankanum JP Morgan síðar í dag.

Afsagnirnar koma í kjölfarið á gríðarlegu tapi bankans sem upplýst var um í síðustu viku þegar miðlari í London olli tapi upp á tvo milljarða dollara, eða um 250 milljarða íslenskra króna. Fastlega er búist við því að yfirmaður fjárfestinga hjá bankanum, Ina Drew segi af sér, en hún hefur um langa hríð verið einn launahæsti starfsmaður JP Morgan.

Hlutabréf í bankanum féllu um tíu prósent á föstudag eftir að tapið var gert opinbert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×