Viðskipti erlent

Meðstofnandi Facebook afsalar sér bandarískum ríkisborgararétti

Eduardo Saverin
Eduardo Saverin mynd/AFP
Eduardo Saverin, meðstofnandi Facebook, hefur afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti. Þetta gerir hann aðeins nokkrum dögum áður en samskiptamiðillinn fer á hlutabréfamarkað.

Saverin, sem er þrítugur og er af brasilísku bergi brotinn, á stóran hlut í Facebook. Hann mun því efnast gríðarlega þegar hlutafjárútboð samskiptasíðunnar fer fram á föstudaginn.

Með því að breyta ríkisfangi sínu mun Saverin komast hjá því að greiða um 600 milljón dollara eða rúmlega 76 milljarða íslenskra króna í skatta.

Saverin hefur búið í Singapúr síðan árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×