Viðskipti erlent

The Avengers rýfur milljarð dollara múrinn

Ofurhetjumyndin The Avengers er nú fjórða vinsælasta kvikmynd allra tíma en hún hefur halað inn rúmlega milljarð dollara á heimsvísu.

The Avengers hefur slegið hvert metið á fætur öðru síðan kvikmyndin var frumsýnd í Evrópu fyrir nokkrum vikum. Þar á meðal átti hún arðbærustu frumsýningarhelgi allra tíma í Bandaríkjunum.

Ofurhetjurnar fóru létt með að sigra félagana Johnny Depp og Tim Burton í síðustu viku en kvikmynd þeirra, Dark Shadows, var önnur vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum á eftir The Avengers.

Disney, sem er dreifingaraðili The Avengers, sagði í gær að kvikmyndin komi til með að fara fram úr myndinni Transformers: Dark of the Moon en hún er fjórða vinsælasta kvikmynd allra tíma.

Joss Whedonmynd/Wikipeda
Það var kvikmyndagerðamaðurinn Joss Whedon sem leikstýrði og skrifaði The Avengers. Ferill Whedons þykir afar sérstakur en hann hefur framleitt fjölda sjónvarpsþátta, þar meðal Buffy The Vampire Slayer, Dollhouse og geimóperuna Firefly.

Þá var hann tilnefndur til Óskarðsverðlauna fyrir handrit sitt að teiknimyndinni Toy Story.

Whedon birti þakkarbréf til aðdáenda sinna eftir frumsýningarhelgi „The Avengers" í Bandaríkjunum. Hægt er að sjá brot úr kvikmyndinni hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×