Viðskipti erlent

Facebook á markað - spenna á mörkuðum

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg.
Mikill eftirvænting er meðal fjárfesta fyrir því þegar hlutir í Facebook verða teknir til viðskipta á skráðum markaði í Bandaríkjunum í dag. Á vef Wall Street Journal kemur fram að eftirvæntingin fyrir nýskráningu hafi ekki verið jafn mikil árum saman, en skráning Facebook er langsamlega stærsta skráning netfyrirtækisins í sögunni þegar horft til markaðsvirðis við skráningu. Félagið verður metið á um 104 milljarða dala, tæplega 13 þúsund milljarða, þegar það verður tekið til viðskipta, en það jafngildir um 38 dölum á hlut.

Stærsti eigandi Facebook er forstjórinn Mark Zuckerberg, en hlutur hans er við skráningu metinn á yfir 50 milljarða dala. Hagnaður Facebook í fyrra nam um einum milljarði dala, og því er markaðsvirði Facebook við skráningu, um hundrað faldur árlegur hagnaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×