Glitnir að baki umdeildum kaupum á hlutum í Roskilde Bank 2. maí 2012 09:05 Í ljós er komið að það var Glitnir sem stóð að baki umdeildum hlutabréfakaupum í hinum gjaldþrota Roskilde Bank í Danmörku árið 2006 þegar bankinn seldi umtalsvert magn af eigin hlutabréfum. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að um hafi verið að ræða 780.000 hluti í bankanum en salan á þeim vakti mikla athygli á sínum tíma enda braut hún í bága við reglur sem gilt höfðu árum saman í danska bankakerfinu þar sem ekki var greint frá því hver kaupandinn væri. Með sölunni á þessum hlutum tókst Roskilde Bank að fegra umtalsvert bágborna eignfjárstöðu sína. Danska fjármálaeftirlitið hafði krafist þess að eiginfjárstaðan yrði bætt. Talið er að á þessum tíma hafi Rosksilde Bank þegar rambað á barmi gjaldþrots. Sérsveit efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar hefur haft Roskilde Bank til rannsóknar síðan bankinn varð gjaldþrota árið 2009. Ríkislögmaðurinn Jens Madsen yfirmaður sveitarinnar segir að ekkert ólöglegt hafi verið við kaup Glitnis því bankarnir ætluðu að starfa saman. Það gekk ekki eftir og neyddist Roskilde Bank til að kaupa bréfin með miklu tapi af Glitni árið 2007. Madsen segir að á sínum tíma hafi Glitnir gert kröfu um að fá mann í stjórn Roskilde Bank á grundvelli hlutanna sem Glitnir keypti. Á það hafi ekki verið fallist og því endurkeypti Roskilde Bank hlutina af Glitni. Madsen segir að í ljósi bréfaskipta milli Glitnis og Roskilde Bank frá upphafi ársins 2007 sé ekki tilefni til þess að rannsaka kaup Glitnis frekar. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í ljós er komið að það var Glitnir sem stóð að baki umdeildum hlutabréfakaupum í hinum gjaldþrota Roskilde Bank í Danmörku árið 2006 þegar bankinn seldi umtalsvert magn af eigin hlutabréfum. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að um hafi verið að ræða 780.000 hluti í bankanum en salan á þeim vakti mikla athygli á sínum tíma enda braut hún í bága við reglur sem gilt höfðu árum saman í danska bankakerfinu þar sem ekki var greint frá því hver kaupandinn væri. Með sölunni á þessum hlutum tókst Roskilde Bank að fegra umtalsvert bágborna eignfjárstöðu sína. Danska fjármálaeftirlitið hafði krafist þess að eiginfjárstaðan yrði bætt. Talið er að á þessum tíma hafi Rosksilde Bank þegar rambað á barmi gjaldþrots. Sérsveit efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar hefur haft Roskilde Bank til rannsóknar síðan bankinn varð gjaldþrota árið 2009. Ríkislögmaðurinn Jens Madsen yfirmaður sveitarinnar segir að ekkert ólöglegt hafi verið við kaup Glitnis því bankarnir ætluðu að starfa saman. Það gekk ekki eftir og neyddist Roskilde Bank til að kaupa bréfin með miklu tapi af Glitni árið 2007. Madsen segir að á sínum tíma hafi Glitnir gert kröfu um að fá mann í stjórn Roskilde Bank á grundvelli hlutanna sem Glitnir keypti. Á það hafi ekki verið fallist og því endurkeypti Roskilde Bank hlutina af Glitni. Madsen segir að í ljósi bréfaskipta milli Glitnis og Roskilde Bank frá upphafi ársins 2007 sé ekki tilefni til þess að rannsaka kaup Glitnis frekar.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira