Viðskipti erlent

RIM opinbera snjallsíma og stýrikerfi

Kanadíski farsímaframleiðandinn Research in Motion hefur opinberað nýtt stýrikerfi fyrir BlackBerry snjallsímana. RIM einblínir nú á smáforrit og hugbúnaðarþróun í baráttu sinni við iPhone og Android snjallsímana.

Þá kynnti RIM einnig nýjan snjallsíma, BlackBerry 10, sem fer í sölu þegar stýrikerfið verður loks gefið út seinna á þessu ári. Snjallsímar RIM hafa ávallt státað af hefðbundnu lyklaborði en nýi síminn mun einungis hafa snertiskjá. Síminn er því sagður bera vitni um nýja stefnu í vöruþróun fyrirtækisins.

Aðstoðarforstjóri RIM sagði í dag að fyrirtækið væri nú að leita á ný mið í baráttu sinni um hlutdeild á snjallsíma markaðinum.

Smáforrit hafa hingað til ekki gegnt mikilvægu hlutverki í vörum og viðskiptum RIM. Fyrirtækið mun því innleiða álíka viðskiptalíkan og Apple og Google hafa notast við á síðustu ár.

Research in Motion hvetur hugbúnaðarframleiðendur til að sýna verkefninu áhuga. Þá mun fyrirtækið tryggja framleiðendum allt að 10 þúsund dollara eða um 1.2 milljón krónur í tekjur ef smáforrit þeirra verða fullkláruð þegar BlackBerry 10 fer í almenna sölu.

Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir nýja stýrikerfið og BlackBerry 10 hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×