Viðskipti erlent

Ástralar grípa til aðgerða vegna skulda

Óperuhúsið í Sydney er eitt helsta tákn Ástralíu.
Óperuhúsið í Sydney er eitt helsta tákn Ástralíu.
Fjármálaráðherra Ástralíu, Wayne Swan, segir að ríkisfjármálum Ástralíu verði komið á réttan kjöl á næstu tveimur árum, en stefnt er að því að rekstrarafgangur verði upp á 1,5 milljarða Ástralíudala, sem jafngildir um 187,5 milljörðum króna, í lok árs 2013.

Miklar skuldir hafa sligað ríkisreksturinn undanfarin misseri og þykir áætlun Swan nú til marks um að ekki verði lenra komist, nema með róttækri stefnubreytingu.

Fyrst og fremst munu Ástralar skera niður útgjöld til varnarmála, en á sama tíma auka útgjöld til þróunaraðstoðar.

Áætlunin þykir nokkuð bjartsýn, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá, en hún byggist á því að hagvöxtur verði 3,25 prósent árlega í það minnsta á næstu tveimur árum.

Ástralska hagkerfið byggist ekki síst á hrávöruvinnslu ýmis konar, námuvinnslu og málmvinnslu ekki síst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×