Viðskipti erlent

Fengu 80 milljarða í bónusgreiðslur skömmu fyrir hrunið 2008

Nú er komið í ljós að 50 af launahæstu starfsmönnum Lehman Brothers bankans fengu sem samsvarar yfir 80 milljörðum króna í bónusgreiðslur mánuðina fyrir gjaldþrot bankans haustið 2008.

Gjaldþrotið setti hinn alþjóðlega fjármálamarkað á hvolf og varð upphaf fjármálakreppunnar í heiminum.

Það er stórblaðið Los Angeles Times sem greinir frá þessu. Í blaðinu kemur fram að hver hinna 50 starfsmanna hafi fengið 8 til 51 milljón dollara í bónusgreiðslur eða samtals um 700 milljónir dollara.

Fréttin hefur vakið mikla hneykslun í Bandaríkjunum enda stóð ekki steinn yfir steini í rekstri Lehman Brothers á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×