Viðskipti erlent

SFO sögð niðurlægð vegna aðgerða gegn Vincent Tchenguiz

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz.
Breska efnahagsbrotadeildin (Serious Fraud Office) stendur frammi fyrir því að verða hugsanlega „niðurlægð" vegna aðgerða sinna gegn Vincent Tchenguiz, bróður Robert Tchenguiz, sem var einn af stærstu skuldurum Kaupþings fyrir hrun bankans.

Fjallað er um málið í breska blaðinu The Guardian í dag, og sagt að harkalegar aðgerðrir SFO gegn Vincent geti leitt til þess að málið tapist, og SFO verði dæmd til greiðslu skaðabóta. Yfir 130 starfsmenn lögreglu og SFO, bæði á Íslandi og í Bretlandi, tóku þátt í húsleitum í mars í fyrra í tengslum við rannsóknina.

Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian í dag snýr rannsókn SFO af því að Vincent og Robert hafi átt „spillt" samband við fyrrum stjórnendur Kaupþings („suspected corrupt relationships between him, his brother Robert, and former bosses at the Icelandic bank Kaupthing").

Ekkert hefur þó fundist enn sem ólölegt getur talist, samkvæmt umfjöllun Guardian, en í febrúar sl. baðst SFO afsökunar á því fyrir sitt leyti að hafa staðið ólölega að húsleitum, þar sem húsleitarheimildir hafi verið rangar og byggðar á röngum upplýsingum.

Skaðabæturnar sem Vincent Tchenguiz fer fram á frá SFO eru upp á 100 milljónir punda, eða sem nemur meira en þreföldum ársfjárframlögum SFO.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×