Viðskipti erlent

Markaðir lækka vegna slæmra frétta frá Evrópu

Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum tóku dýfu í dag vegna neikvæðra frétta af mörkuðum í Evrópu, einkum Hollandi og Frakklandi. Pólítískur óróleiki í Hollandi jókst til muna eftir að ríkisstjórnin féll þar í landi, vegna deilna um ríkisfjármál og niðurskurð sem ráðgert var að ráðast í.

Mark Rutte, forsætisráðherra, tilkynnti Beatrix drottningu um afsögn ríkisstjórninar í dag, sem þýðir að gengið verður til kosningu á næstunni, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

FTSE 100 vísitalan í Evrópu, samræmd vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu, lækkaði um tæplega tvö prósent í dag, og var lækkunin að mestu rakin til fréttanna frá Hollandi, en áhyggjur vegna mikilla ríkisskulda í álfunni eru enn miklar.

Í Bandaríkjunum lækkaði Nasdaq vísitalan um eitt prósent, og var lækkunin rakin meðal annars til fréttanna frá Hollandi og Frakklandi, en áhyggjur vegna skuldavanda franskra banka hafa verið áberandi í frönskum fjölmiðlum að undanförnu.

Tíðindalítið var á íslenska markaðnum en sjá má ítarlegar markaðsupplýsingar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×