Viðskipti erlent

Draghi: Það verður engin lausafjárþurrð í Evrópu

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu.
Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu.
Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að engin lausafjárþurrð muni koma upp í Evrópu og að bankarnir séu ekki farnir að draga úr lánum vegna hræðslu við lausafjárþurrð. Draghi segir, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC, að vopnin séu nú í höndum ríkisstjórna að banka, þegar kemur að því að styrkja stöðu fjármálakerfisins á evrusvæðinu.

Draghi segir að enn hafi ekki komið fram skýr merki um að niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórna í Evrópu hafi skilað árangri. „Við erum bara hálfnuð á leiðinni yfir ána, og stöndum í henni miðri,“ sagði Draghi í umræðum um efnahagsmál á Evrópuþinginu í dag.

Draghi sagði nýjustu mælingar sýna að 9 prósent af bönkum á evrusvæðinu, sem eru 131, hafa takmarkað útlán til þess að styrkja lausafjárstöðuna. Draghi sagði allt snúast um úthald, þ.e. að stjórnmálamenn hefðu trú á langtímaáætlunum og ynnu eftir þeim. Það myndi að lokum virka, þrátt fyrir að slæm hagvaxtarskilyrði í augnablikinu, en þýsk stjórnvöld tilkynntu um það í dag að hagvöxtur í Þýskalandi yrði um 0,7 prósent á þessu ári samanborið við 3 prósent í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×