Viðskipti erlent

Deutsche Bank afskrifar 43 milljarða vegna Actavis

Deutsche Bank, aðallánadrottinn Actavis, mun afskrifa 257 milljónir evra, eða um 43 milljarða króna vegna sölunnar á Actavis til bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.

Þessi afskrift, sem skráð verður í uppgjöri bankans fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs, kemur til viðbótar þeim 407 milljónum evra eða um 68 milljörðum kr. sem Deutsche Bank afskrifaði vegna Actavis á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

Salan á Actavis er samt góðar fréttir fyrir Deutsche Bank enda mun salan bæta verulega lausafjárstöðu bankans, sem og eiginfjárhlutfall hans, að því er segir á Bloomberg. Gengi hlutabréfa í bankanum hækkaði um 2,1% í gær þegar ljóst var að salan á Actavis var staðreynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×