Viðskipti erlent

S&P lækkar lánshæfiseinkunn Spánar í annað sinn á árinu

Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur lækkað landshæfiseinkunn Spánar. Einkunn Spánar er lækkuð úr A í BBB+.

Í áliti matsfyrirtækisins koma m.a. fram áhyggjur af því að spænsk stjórnvöld hafi ekki burði til þess að veita bankakerfi landsins nauðsynlegan stuðning í þeim efnahagshremmingum sem ganga yfir Spán þessa daganna. Matfyrirtækið hefur einnig áhyggjur af því að almennt efnahagsástand á Spani fari stöðugt versnandi.

Þetta er í annað sinn á árinu sem Standard & Poor´s lækkar lánshæfiseinkunn Spánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×